10 ár

Um þessar mundir eru 10 ár síðan ég hitti minn heittelskaða. 

Hann tók á móti mér þegar ég vaknaði með þessari eðalsetningu "mikið djöfull varstu þunn fyrir 10 árum síðan" hrmph... jahá.Errm

Ef ég hugsa til baka yfir þessi 10 ár þá kemur þetta upp í hugann:

  • Hamingja
  • Börn
  • Veikindi
  • Vökunætur vegna veikinda
  • Mikill árangur
  • Fjármálaerfiðleikar
  • Meiri hamingja

En það sem stendur upp úr er það að við höfum fengið heilann helling af "verkefnum" til að leysa og þroskast og höfum við farið mismunandi leiðir að þeim þroska bæði góðar og slæmar leiðir en þegar upp er staðið þá erum við sterkari saman en við höfum nokkurn tíman verið og vona ég að við eigum eftir fullt fullt af 10 ára afmælum saman.InLove

Þetta lag er líka eitt af þeim sem stendur upp úr í minningunni

REX


Kom upp um mig...

Ég er haldin ótrúlegri furðulegri áráttu....mér finnst fátt skemmtilegra en að fylgjast með fólki, hvernig það talar, hvernig það gengur o.s.frv.  Er af þessum sökum örugglega oft talin vera furðuleg þar sem ég á það til að stara vel á fólk án þess að vera að spá í það, vakna stundum upp úr dofanum og er þá farin að velta fyrir mér manneskjunni sem er á undan mér í röðinni og stari á hana eins og ég hafi ekki séð lifandi mannveru áður.

Ég hef tekið eftir því að annar sonur minn er svona Blush 

Mér finnst þetta sérstaklega gaman þegar ég fer í ræktina á morgnana, veit ekki afhverju, en ég er að reyna að venja mig af þessu.  Halo

Annars smá einkaskilaboð....mátti vita að ég hefði sagt of mikið ... taki þeir það til sín sem eiga Devil

Seinna


Skólabyrjun

Fyrir þremur árum síðan sendi ég eldra barnið í skóla, það var afskaplega stressuð mamma þann dagin, var með puttann á símanum allann morguninn tilbúin að hringja í skólastjórnendur og kanna hvernig afkvæmið hefði það, jafnvel var ég farið að svitna af áhyggjum yfir því að hann þyrfti nú alveg örugglega á klósettið en hefði einhverra hluta vegna ekki kjark í sér að láta vita og liði nú alveg hræðilega illa í þessari stóru byggingu og mamma hvergi nálægt, bilun ég veit, geri mér fulla grein fyrir því.  Ég þarf varla að taka það fram að það var í lagi með barnið og hann er í fínu lagi ennþá og að byrja  í þriðja bekk ....

Nú er ég að fara að senda næsta stykki í skóla eftir nokkra daga.  Eitthvað virðist ég ekki hafa lært af síðasta skipti því ég er byrjuð að fá í magann yfir því að litla dýrið sé ekki tilbúið að fara í skóla.

Hann er ekki sömu skoðun og ég, getur ekki beðið eftir því að byrja enda með sögurnar frá eldri bróður sínum, sem er mjög sáttur í skólanum og hefur haft það á orði í sumar að sumrfrí séu ekki skemmtileg Cool

Hvernig stendur á því að maður á svona erfitt með að slepppa hendinni af krílunum (sem eru nú kannski engin kríli lengur), eða er ég bara svona? Undecided

Síðar.

 


Jahá

Kræst og hana nú....  Finnst þetta nú samt eiginlega fyndið Grin 

Þetta verður kannski til þess að hægt verði að koma kallinum í fatakaup.  Hann hatar að fara í svoleiðis leiðangra, segir mig mun betri í því að velja á hann, en ef von er á góðum sopa í leiðinni þá kannski fer hann sjá um þetta sjálfur Wink

 

 


mbl.is Bar við mátunarklefann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farsímalagerinn að bætast í hópinn

Fyrst var það MEST svo Just4Kids eða Leikbær og nú Farsímalagerinn. 

Finnst þetta vera slæm þróun. 

Við hjónin eigum fyrirtæki og höfum orðið vör við kreppuna svokölluðu og maður fær smá í magann þegar maður les svona fréttir. 

En svo brýt ég heilann líka um það hvernig þessi fyrirtæki hafi verið rekin, hvort að samkeppnin hafi farið með þau á lágvörumarkaðnum þ.e. Just4Kids og Farsímalagerinn.  Stjórnendurnir gleymt því að það kostar að reka fyrirtæki, það er ekki alltaf hægt að vera lægstur á markaðnum, ef innkoman nær ekki  að greiða húsaleigu, borga laun, hita og rafmagn þarf að greiða o.s.frv. 

En þetta eru bara pælingar.


mbl.is HP Farsímalagerinn gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er maður maður með mönnum

og komin með blogg eins og "allir" hinir Wink.

Þar sem ég sit ein í stofunni með tölvuna í fanginu, börnin sofandi í næsta herbergi, kallinn úti og hundurinn að búa sig undir að fara að sofa á milli þess sem hann kemur og er að spá í hvað frúin sé að gera með að vera ekki farin að sofa og sendir henni reglulega sitt einstaka glott þá langaði mig til að prufa að skrifa á netið eitthvað sem máli skiptir, eeeeeeennnnn það kemur ekkert upp i hugann eins og stendur. 

Gengur bara betur næst Alien

Þetta var fínt fyrstabloggásíðuna ....

Meira síðar (og gáfulegra þá vonandi)Whistling


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband