Fyrir þremur árum síðan sendi ég eldra barnið í skóla, það var afskaplega stressuð mamma þann dagin, var með puttann á símanum allann morguninn tilbúin að hringja í skólastjórnendur og kanna hvernig afkvæmið hefði það, jafnvel var ég farið að svitna af áhyggjum yfir því að hann þyrfti nú alveg örugglega á klósettið en hefði einhverra hluta vegna ekki kjark í sér að láta vita og liði nú alveg hræðilega illa í þessari stóru byggingu og mamma hvergi nálægt, bilun ég veit, geri mér fulla grein fyrir því. Ég þarf varla að taka það fram að það var í lagi með barnið og hann er í fínu lagi ennþá og að byrja í þriðja bekk ....
Nú er ég að fara að senda næsta stykki í skóla eftir nokkra daga. Eitthvað virðist ég ekki hafa lært af síðasta skipti því ég er byrjuð að fá í magann yfir því að litla dýrið sé ekki tilbúið að fara í skóla.
Hann er ekki sömu skoðun og ég, getur ekki beðið eftir því að byrja enda með sögurnar frá eldri bróður sínum, sem er mjög sáttur í skólanum og hefur haft það á orði í sumar að sumrfrí séu ekki skemmtileg
Hvernig stendur á því að maður á svona erfitt með að slepppa hendinni af krílunum (sem eru nú kannski engin kríli lengur), eða er ég bara svona?
Síðar.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 10.8.2008 | 10:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.