Ég er haldin ótrúlegri furðulegri áráttu....mér finnst fátt skemmtilegra en að fylgjast með fólki, hvernig það talar, hvernig það gengur o.s.frv. Er af þessum sökum örugglega oft talin vera furðuleg þar sem ég á það til að stara vel á fólk án þess að vera að spá í það, vakna stundum upp úr dofanum og er þá farin að velta fyrir mér manneskjunni sem er á undan mér í röðinni og stari á hana eins og ég hafi ekki séð lifandi mannveru áður.
Ég hef tekið eftir því að annar sonur minn er svona
Mér finnst þetta sérstaklega gaman þegar ég fer í ræktina á morgnana, veit ekki afhverju, en ég er að reyna að venja mig af þessu.
Annars smá einkaskilaboð....mátti vita að ég hefði sagt of mikið ... taki þeir það til sín sem eiga
Seinna
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 10.9.2008 | 11:36 | Facebook
Athugasemdir
Ég held að þetta sé einhversskonar torkennilegur pervertismi. :-D
Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 12.9.2008 kl. 10:13
Já var hrædd um það, spurnig hvort þetta er nokkuð ættgengt þar sem bæði ég og sonurinn erum haldin þessum undarlega sið
Gugga litla, 12.9.2008 kl. 20:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.